E. Bridde ehf

Panta vörur

Fyrirtækið Parlogis h/f (s. 5900210) sér um lagerhald og dreifingu á öllum vörum E. Bridde ehf.

Þegar fyrsta pöntun er gerð þarf að slá inn upplýsingar um nafn/fyrirtæki, heimilisfang o.fl. (hægt að vista fyrir næstu skipti - meira um það að neðan).

Með því að slá á "SENDA" takkann fer viðkomandi pöntun til þjónustufulltrúa hjá Parlogis h/f sem sendir til baka vefpóst að pöntunin hafi verið móttekin. Þjónustufulltrúi mun síðan ganga frá pöntun til afgreiðslu. ATH. Ef ekkert móttöku svar hefur borist frá þjónustufulltrúa sama dag, eða snemma daginn eftir, þá skal hafa samband beint við Parlogis í gegnum síma 5900210 og athuga hvort pöntunin sé í ferli.

Allar persónuupplýsingar (nafn/fyrirtæki,heimilifang o.fl) er hægt að vista þegar fyrsta pöntun er gerð og eftir það þarf einungis að skrá inn vörur. Til að vista upplýsingarnar þarf að haka við í reitinn "vista síðu".  Það þýðir að þegar næsta pöntun er gerð þá þarf einungis að slá inn vörunúmer og magn. Upplýsingarnar eru þá geymdar í köku sem vafrinn þinn vistar inn á tölvuna þína. Ef vafrinn þinn er ekki með kveikt á kökum en þig langar að vista síðuna, farðu þá á þessa slóð.

E.Bridde ehf býður viðskiptavinum upp á 10 daga skilafrest á vörum frá Institut Straumann AG og Geistlich AG miðað við dagsetningu reiknings. Skilagjald er samkvæmt gjaldskrá Parlogis.

Ef endursending á að vera tekin gild þarf að fylgja endursendingarformi sem Parlogis h/f hefur útbúið. Hægt er að nálgast formið neðst á þessari síðu.

Benda skal á að öll pöntuð vörunúmer þurfa að byrja á tölustafnum 7 og sleppa kommu, t.d vara sem hefur vörunúmer 048.010 í vörulista er pöntuð sem 7048010.

Pöntunarform

Senda reikning til

Senda vörur til

Vörur

Annað

Undirskrift (pantað af)