E. Bridde ehf

Straumann Implant Open 2008

07.04.08 Flokkað sem: Straumann

Hið árlega golfmót í boði E. Bridde ehf og Institute Straumann AG, verður haldið í fjórða skipti föstudaginn 11. júli n.k að Kiðjabergsvelli í Grímsnesi. Mótið er punktamót og ræst verður út á öllum teigum samtímis kl.12.00.

Það má með sanni segja að nafnið "Straumann Implant Open" hefur fest rætur í huga tannlækna og tannsmiða sem hafa verið þátttakendur á s.l árum enda Kiðjabergsvöllur afar vel skipulagður, svo ekki sé talað um fallega náttúru sem þátttakendur fá að njóta.

Eins og áður verða glæsileg verðlaun í boði ásamt góðum veitingum í lok móts.

Staðfesting á þátttöku þarf að berast til TRIUMVIRAT á netfang tannes@mmedia.is fyrir 27.júní n.k