E. Bridde ehf

Straumann Implant Open 2010

09.09.10 Flokkað sem: Straumann

Golfmótið „Straumann Implant Open 2010“ fór fram í blíðskapar veðri að Kiðjabergsvelli í Júlí s.l...

Þátttakendur voru samtals 36 að tölu.

Þátttakendur nutu veðurs og áttu góða samverustund í góðra vina hópi. Kúlur flugu um í logni og hvert snildarhöggið eftir annað leit dagsins ljós á iðagrænum velli.

Gólfmótið „Straumann Implant Open“ fór fyrst fram á árið 2004 að Kiðjabergsvelli og hefur verið haldið þar síðan. Það er óhætt að segja að golfvöllurinn í Kiðjabergi sé einstakur á margann hátt, stórbrotið landslag er nýtt eins og best verður kosið með Hvítá á aðra hönd. Margar stórkostlegar golfholur eru á vellinum enda hefur þessi vel staðsetti völlur vera talinn einn sá erfiðasti á landinu vegna fjölbreytni flata o.fl,

Um kaffileytið voru fyrstu þátttakendur að ljúka við síðustu holu og síðustu þátttakendur komu í hús um kl. 17.00

Á meðan á glæsilegu borðhaldi stóð voru afhentir vinningar til þeirra fimm sem uppi stóðu sem sigurvegarar að þessu sinni.

Þeir fyrstu þrír sem unnu til verðlauna voru:

  1. sæti - Héðinn Sigurðsson (var einnig í 1.sæti árið 2008)
  2. sæti – Ögmundur Máni Ögmundsson
  3. sæti – Hannes Ríkarðsson

Þegar kvölda tók kvöddust sælir og ánægðir golfarar eftir frábæra samveru.

Hér að neðan er svo hægt að sjá myndir frá deginum. Njótið vel.