E. Bridde ehf

Vel heppnað golfmót

07.08.08 Flokkað sem: Straumann

Golfmótið „Straumann Implant Open 2008“ fór fram í blíðskaparveðri að Kiðjabergsvelli þann 11. júlí s.l. Mættir voru hressir og vel stefndir 36 þátttakendur til leiks. Eftir að menn voru búnir að hita upp var mótið sett á slaginu 12.00.

Það má með sanni segja að þátttakendur, eftirlits-, sem og aðstoðarmenn nutu veðurs til hins ýtrasta og hvert snilldarhöggið eftir annað leit dagsins ljós á iðargrænum velli þar sem kúlur svifu um í logninu. Þetta var dagur sem tók öllum öðrum dögum fram þau fjögur ár sem Svissneska fyritækið Institut Straumann AG ásamt E.Bridde ehf hefur boðið tannlæknum og tannsmiðum til golfmóts.

Um kaffileytið voru fyrstu þátttakendur að ljúka við síðustu holu og síðustu þátttakendur komu í hús um kl. 17.00

Á meðan á glæsilegu borðhaldi stóð voru afhentir vinningar til þeirra fimm sem uppi stóðu sem sigurvegarar að þessu sinni. Jafnhliða voru veittir tveir vinningar til þeirra sem voru næstir holu (kúla þeirra) ásamt aukaverðlaunum fyrir snilldarhögg mótsins sem var á þá leið að kúla lenti á staur sem var vel fyrir utan braut. Það breytti stefnu hennar svo hún endaði á hárréttum stað að sögn þess sem höggið átti. Hann var því sæmdur verðlaunum „snillingur mótsins“.

Þeir fyrstu fimm sem unnu til verðlauna voru:

  • 1. sæti - Héðinn Sigurðsson
  • 2. sæti - Sævar Pétursson
  • 3. sæti - Sæbjörn Guðmundsson
  • 4. sæti - Selma Hannesdóttir
  • 5. sæti - Ögmundur Máni Ögmundsson

Þegar kvölda tók kvöddust sælir og ánægðir golfarar eftir frábæra samveru með góðum félögum og hurfu inn í sumarið með sól í sinni sem og á himni.

Hér að neðan er svo hægt að sjá myndir frá deginum. Njótið vel.