E. Bridde ehf

ClearCorrect

Tannréttingakerfið ClearCorrect er eitt vörumerkja Straumann Group, en Straumann er þekkt á heimsvísu fyrir leiðandi lausnir og hágæðavörur á ýmsum sviðum tannlækninga. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun síðastliðin 14 ár eða frá árinu 2006. Kerfið er skinnukerfi sem notað er til að meðhöndla tann- og bitskekkjur.

E. Bridde ehf er umboðsaðili fyrir ClearCorrect á Íslandi ásamt DenToGo. DenToGo smáforritið hefur reynst tannlæknum og sjúklingum vel m.a. við framkvæmd og skipulagningu ClearCorrect tannréttingameðferða. ClearCorrect kerfið byggir á mjög þunnum hitamótuðum plastskinnum úr polýúretanplasti. Skinnurnar eru glærar og er þeim skipt reglulega út á meðan meðferð stendur yfir. Þannig er tannréttingameðferð með ClearCorrect kerfinu verulega frábrugðin hefðbundnum tannréttingameðferðum með spöngum eða teinum.

 Kostir við ClearCorrect skinnumeðferð:

  • Glærar og þunnar skinnur, vart greinanlegar á tönnum
  • Ekki fastar við tennur, sem auðveldar þrif og umhirðu
  • Án málma – án teina
  • Hnitmiðaðar tannréttingar með vægu, en stöðugu álagi á tennur.

Straumann DenToGo ™

Með framtíðina að leiðarljósi hefur Straumann Group útfært smáforritið DenToGo sem hlaðið er niður í snjallsíma sjúklings ( Apple – App Store og Android – Google Play store ). Markmiðið með þessari nútímalegu stafrænu hönnun var að koma til móts við skilvirkari verkferla og tímaáætlanir fyrir tannlækna og sjúklinga þeirra.

DenToGo skiptist upp í 4 þætti:

Vituals Check

DenToGo Vituals Check aðstoðar við faglega úttekt á stöðu og heilbrigði tanna hjá sjúklingi. Einnig er í boði útfærð meðferðaráætlun í þrívíddarformi (3D) fyrir ClearCorrect tannréttingameðferðir. Þar má lesa myndrænar breytingar í þrívídd sem áætlað er að eigi sér stað frá upphafi og til enda meðferðar.

My Smile

DenToGo My Smile aðstoðar við að framkalla myndir af sjúklingi fyrir og eftir bit- eða tannskekkjumeðferð. DenToGo My Smile hefur verið notað samhliða ClearCorrect tannréttingakerfinu og gefið mjög góða raun. Myndirnar eru byggðar á útfærslu DenToGO Vituals Check meðferðaráætlunar í þrívíddarformi. Sjúklingur getur virt fyrir sér breytingarnar í myndformi fyrir og eftir tannréttingarmeðferðina sem virka hvetjandi og lofandi þegar upp er staðið.

Monitoring

DenToGO Monitoring aðstoðar við eftirlit með fjarmeðferð þar sem tannlækni er gert auðvelt að leiðbeina og fylgjast með framvindu meðferðar í gegnum snjallsíma sjúklings. DenToGo Monitoring hefur gefið góða raun við ClearCorrect tannréttingarkerfið einkum þegar erfitt er að nálgast sjúkling í meðferð og taka ákvörðun um næsta skref á rétta tímapunkti. Þessi beinu stafrænu samskipti hafa líka leitt til þess að sjúklingur hefur reynst virkari í að framfylgja þeim leiðbeiningum sem tannlæknir gefur og framvinda meðferðar orðið skilvirkari og árangursríkari í alla staði.

Smile Guard

DenToGO Smile Guard aðstoðar við eftirlit eftir að meðferð er lokið t.d. þegar bit- eða tannskekkjumeðferð er um að ræða. DenToGo Smile Guard hefur verið notað við góða raun til að styðja við eftirmeðferð ClearCorrect tannréttingarmeðferðar. Sjúklingur tekur myndir í gegnum DenToGo Smile Guard smáforritið á sinn snjallsíma og sendir myndirnar til tannlæknis sem getur í framhaldi ákveðið hvaða skref skal taka í kjölfarið.

How ClearCorrect works

ClearCorrect before & after

How clear aligners work

ClearCorrect retainer

How to submit a case

Checkup & revisions

Treatment setup

During Treatment

Straumann DenToGo Trailer

Fréttir

10.11.20 Flokkað sem: Straumann ClearCorrect ClearCorrect ClearQuartz

Það er tannlæknum að kostnaðarlausu að gerast notandi að ClearCorrect skinnukerfinu. Lesa meira