E. Bridde ehf

Straumann

Institute Straumann AG leggur mikla áherslu á víðtækar rannsóknir í allri sinni vöruþróun, með yfir 30 ára skjalfesta klíníska reynslu. Straumann er leiðandi á heimsvísu með yfir 3 milljónir ígræddra tannplanta. Tannplantakerfið hefur upp á að bjóða um 730 vörutegundir í dag.

Straumann Roxolid tannplanti er gerður úr Titanium og Zirconium (TiZr) málmblöndu sem er sérstaklega hönnuð fyrir tannplanta. Rannsóknir hafa sýnt að tannplanti úr (TiZr) málmblöndu grær hraðar í beini og er mun sterkari en tannplanti úr hreinu Titanium.

Kostir tannplanta:

  • Tennur með tannplöntum komast næst því að vera eins og náttúrulegar tennur
  • Tannplantar veita stöðuga festu fyrir nýjar tennur.
  • Hjálpa til að hindra rýrnun tannbeins.
  • Ekki er þörf fyrir að slípa niður heilbrigðar tennur til að koma brú fyrir
  • Getur komið í veg fyrir sársauka sem illa passandi gervitennur kunna að valda.

Vefsíða Straumann: www.straumann.com

Fréttir

10.11.20 Flokkað sem: Straumann ClearCorrect ClearCorrect ClearQuartz

Það er tannlæknum að kostnaðarlausu að gerast notandi að ClearCorrect skinnukerfinu. Lesa meira