E. Bridde ehf

Ný vefsíða 2013

30.05.13

Við höfum opnað nýja og betri vefsíðu E. Bridde ehf.

Vefsíðan opnaði fyrst árið 2007. Margt hefur gerst í vefmálum frá þeim tíma og var tími til kominn að uppfæra síðuna. Það sem lagt var upp með á nýja vefnum var að fækka undirsíðum undir flokknum "Vörur", en í staðinn að gera hverja síðu undir vöru þeim mun betri.

Einnig var allt útlit tekið í gegn og nú virkar síðan betur fyrir stóra skjái, sem og litla.

Gögn vefsíðunnar voru svo færð yfir á nýjan vefþjón til að auka hraða.

Við vonum að viðskiptavinir E. Bridde ehf verði ánægðir með breytingarnar.